Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundu talsvert magn af fíkniefnum
Laugardagur 1. júní 2013 kl. 15:22

Fundu talsvert magn af fíkniefnum

Lögreglan á Suðurnesjum fann talsvert magn af fíkniefnum við leit í íbúðarhúsnæði í umdæminu í vikunni. Húsleitin var gerð að fengnum úrskurði héraðsdóms Reykjaness.

Karlmaður á fertugsaldri, sem aðsetur hefur í á neðri hæð hússins var með amfetamín í vasanum. Þá fundu lögreglumenn krukku með amfetamíni í ísskáp og meira af efninu í kommóðuskúffu. Loks fannst plastpoki með meintum MDMA-kristöllum.

Annar íbúi í húsinu var með talsvert magn af kannabisfræjum í fórum sínum, þegar leitað var hjá honum. Hann tjáði lögreglumönnum að hann hefði verið að gæla við þá hugmynd að setja upp kannabisræktun, en væri hættur við það núna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024