Fundu kannabis, stera og þýfi
Lögreglan á Suðurnesjum fann við húsleit í Keflavík fyrir skemmstu talsvert af kannabisefnum, lítilræði af sterum og meint þýfi. Að auki voru haldlögð áhöld til fíkniefnaneyslu.
Þá stóð lögregla tvo karlmenn og eina konu, öll um tvítugt, að því að reykja kannabis í öðru húsnæði í umdæminu.
Loks haldlagði lögregla lásboga, sveðju og fjóra hnífa á þriðja staðnum.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.