Fundu hass og þýfi
Eitt gramm af hassi og tæki til fíkniefnaneyslu fannst í húsi í Keflavík sl. föstudag, þegar lögreglan gerði þar húsleit. Fjórir aðilar voru handteknir í kjölfarið, ein kona og þrír karlmenn.
Þegar betur var að gáð fannst einnig töluvert magn af þýfi í umræddu húsi og mátti rekja það til innbrota bæði á Suðurnesjum og í Reykjavík. Fólkið var yfirheyrt og sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið telst upplýst.
Þegar betur var að gáð fannst einnig töluvert magn af þýfi í umræddu húsi og mátti rekja það til innbrota bæði á Suðurnesjum og í Reykjavík. Fólkið var yfirheyrt og sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið telst upplýst.