Fundin sek um innflutning fíkniefna
Par á fimmtugsaldri í Reykjanesbæ hefur verið sakfellt í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning og vörslu á fíkniefnum en ákvörðun um refsingu beggja var frestað skilorðsbundið í eitt ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum, haldi ákærðu hvort fyrir sig almennt skilorð.
Parinu var gert að greiða þóknun og málsvarnarlaun skipaðra verjanda sinna við rannsókn málsins og fyrir dómi, alls rúmlega 530 þúsund krónur. Ennfremur var parið auk þess dæmt til að borga helming sakarkostnaðar eða 128 þúsund krónur.
Þá voru gerð upptæk til ríkissjóðs 0,21 gramm af kókaíni, 12,33 grömm af blönduðu amfetamíni, 11,59 grömm af hassi, hasspípa úr tré, heimagerð pípa úr rörum og Ohaus tölvuvog.
Parið var ákært fyrir fyrir ávana- og fíkniefnalagabrot með því að hafa sumarið 1999 flutt til Íslands frá Spáni 15 grömm af hassi, 10 g af amfetamíni, 1 gramm af kókaíni og 1 gramm af marihuana. Einnig fyrir að hafa rúmum mánuði seinna selt 1 g af amfetamíni í bifreið við Bolafót í Njarðvík og jafnframt haft í vörslum sínum og í bifreiðinni 10,39 g af amfetamíni og 5,69 g af kannabisefni.
Jafnframt fyrir að hafa sama dag hafa haft í vörslum sínum á heimili sínu 5,33 g af kannabisefni og 0,78 g af amfetamíni auk tækja til neyslu fíkniefna, sem fundust við húsleit lögreglu í húsinu.
Lögreglan í Keflavík hafði allt frá árinu 1998 haft grunsemdir um að konan stundaði umfangsmikla sölu og dreifingu fíkniefna og að hún og eiginmaður hennar væru fíkniefnaneytendur.
Er parið kom til Íslands frá Spáni úr tveggja vikna sumarleyfi með börnum sínum, fannst áhald til fíkniefnanotkunar í farangri mannsins, svo og samanbrotinn plastpoki með ætluðu kókaíni. Einnig fannst vindlingapakki í farangursgeymslu bifreiðar hans sem innihélt einn skammt af ætluðu hassi og einn skammt af ætluðu kókaíni. Ekki fundust fíkniefni eða áhöld til fíkniefnaneyslu við leit á konunni og í farangri hennar.
Í ágústmánuði fannst talsvert af fíkniefnum og áhöldum til neyslu þeirra við húsleit á heimili fólksins í framhaldi af því að konan var handtekin fyrir sölu á fíkniefnum. Þrátt fyrir játningu kaupandans fannst dómara ekki koma fram fullnægjandi sönnur fyrir því að konan hafi selt fíkniefni umrætt sinn. Við húsleitina sömu nótt reyndust efnin sem fundust á heimili hennar vera við frumvigtun 7,5 grömm af maríjuana, 7,5 grömm af hassolíu og 165 grömm af amfetamíni. Einnig 256,5 grömm af ætluðu hassi en þar reyndist vera um stein að ræða, en skrap af steininum hafði gefið jákvæða litasvörun við hassprófi. mbl.is greindi frá.
Parinu var gert að greiða þóknun og málsvarnarlaun skipaðra verjanda sinna við rannsókn málsins og fyrir dómi, alls rúmlega 530 þúsund krónur. Ennfremur var parið auk þess dæmt til að borga helming sakarkostnaðar eða 128 þúsund krónur.
Þá voru gerð upptæk til ríkissjóðs 0,21 gramm af kókaíni, 12,33 grömm af blönduðu amfetamíni, 11,59 grömm af hassi, hasspípa úr tré, heimagerð pípa úr rörum og Ohaus tölvuvog.
Parið var ákært fyrir fyrir ávana- og fíkniefnalagabrot með því að hafa sumarið 1999 flutt til Íslands frá Spáni 15 grömm af hassi, 10 g af amfetamíni, 1 gramm af kókaíni og 1 gramm af marihuana. Einnig fyrir að hafa rúmum mánuði seinna selt 1 g af amfetamíni í bifreið við Bolafót í Njarðvík og jafnframt haft í vörslum sínum og í bifreiðinni 10,39 g af amfetamíni og 5,69 g af kannabisefni.
Jafnframt fyrir að hafa sama dag hafa haft í vörslum sínum á heimili sínu 5,33 g af kannabisefni og 0,78 g af amfetamíni auk tækja til neyslu fíkniefna, sem fundust við húsleit lögreglu í húsinu.
Lögreglan í Keflavík hafði allt frá árinu 1998 haft grunsemdir um að konan stundaði umfangsmikla sölu og dreifingu fíkniefna og að hún og eiginmaður hennar væru fíkniefnaneytendur.
Er parið kom til Íslands frá Spáni úr tveggja vikna sumarleyfi með börnum sínum, fannst áhald til fíkniefnanotkunar í farangri mannsins, svo og samanbrotinn plastpoki með ætluðu kókaíni. Einnig fannst vindlingapakki í farangursgeymslu bifreiðar hans sem innihélt einn skammt af ætluðu hassi og einn skammt af ætluðu kókaíni. Ekki fundust fíkniefni eða áhöld til fíkniefnaneyslu við leit á konunni og í farangri hennar.
Í ágústmánuði fannst talsvert af fíkniefnum og áhöldum til neyslu þeirra við húsleit á heimili fólksins í framhaldi af því að konan var handtekin fyrir sölu á fíkniefnum. Þrátt fyrir játningu kaupandans fannst dómara ekki koma fram fullnægjandi sönnur fyrir því að konan hafi selt fíkniefni umrætt sinn. Við húsleitina sömu nótt reyndust efnin sem fundust á heimili hennar vera við frumvigtun 7,5 grömm af maríjuana, 7,5 grömm af hassolíu og 165 grömm af amfetamíni. Einnig 256,5 grömm af ætluðu hassi en þar reyndist vera um stein að ræða, en skrap af steininum hafði gefið jákvæða litasvörun við hassprófi. mbl.is greindi frá.