Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundarherferð ASÍ hefst í Reykjanesbæ í dag
Þriðjudagur 18. nóvember 2008 kl. 01:06

Fundarherferð ASÍ hefst í Reykjanesbæ í dag


Forysta ASÍ efnir til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna. Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið. Fyrsti fundurinn er í dag, þriðjudag á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins. Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal þar sem að formenn landssambanda og forsetinn munu sitja fyrir svörum.

Fundurinn hefst kl. 18 og er öllum opinn. 




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024