Heklan
Heklan

Fréttir

Fundarherferð ASÍ hefst í Reykjanesbæ í dag
Þriðjudagur 18. nóvember 2008 kl. 01:06

Fundarherferð ASÍ hefst í Reykjanesbæ í dag


Forysta ASÍ efnir til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna. Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið. Fyrsti fundurinn er í dag, þriðjudag á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins. Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal þar sem að formenn landssambanda og forsetinn munu sitja fyrir svörum.

Fundurinn hefst kl. 18 og er öllum opinn. 




Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25