Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað um verklag eftir mistök við byggingu íþróttahúss
Laugardagur 16. febrúar 2008 kl. 10:26

Fundað um verklag eftir mistök við byggingu íþróttahúss

Fulltrúi B-lista í bæjarstjórn Grindavíkur lagði fram tillögu á síðasta fundi þar sem mælst var til þess að haldinn yrði fundur með formanni skipulags- og byggingarnefndar, byggingafulltrúa, skipulagsfulltrúa, slökkviliðsstjóra og heilbrigðisfulltrúa. Á þessum fundi færu menn yfir verklagsreglur um framkvæmdir byggðar á lögum og reglugerðum um byggingaleyfi, byggingaleyfisumsóknir og útgáfu byggingaleyfis.

Ástæðan að baki þessari beiðni er sú að ekki hefur enn verið gefið út byggingarleyfi fyrir fjölnota íþróttahús sem er í byggingu við knattspyrnuvöllinn í bænum.

Í tillögu B-lista segir að mikilvægt sé að bæjarfélagið, sem opinber aðili, sýni gott fordæmi og starfi eftir gildandi byggingarlögum.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

 

Mynd: Oddgeir Karlsson. Horft yfir Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024