Fundað um umhverfismál í Eldborg
Fræðslu- og umræðufundur um jarðfræði og jarðhita, grunnvatn og efnistöku á Reykjanesskaga verður haldinn í Eldborg (við Orkuver Hitaveitu Suðurnesja) fimmtudaginn 29. nóvember og hefst fundurinn kl. 13:30.
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun mun tala um jarðfræði og jarðhiti á Reykjanesskaga, en skaginn er jarðfræðilega mjög merkilegt svæði á heimsvísu. Kristján mun gefa yfirlit um jarðfræði svæðisins og fjalla svo sérstaklega um háhitasvæðin.
Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun talar um grunnvatn á Reykjanesskaga.
Freysteinn er sérfræðingur um grunnvatnsrennsli á Reykjanesskaga. Hér gefst gullið tækifæri til þess m.a. að ræða hugsanlega ógnun við vatnsból Suðurnesjamanna af völdum olíuflutningaslyss á Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi. Gunnar Bjarnason, jarðfræðingur hjá Vegagerð ríkisins mun tala um námuskráningu og leiðbeiningar um námuvinnslu. Björn Stefánsson, sérfræðingur hjá Náttúruvernd ríkisins fjallar um námufrágang.
Því miður hefur umgengni manna um hinar merkilegu jarðmyndanir á Reykjanesskaga oft verið hörmuleg. Vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið hefur ásókn í laus og föst jarðefni valdið því að miklar skemmdir hafa verið unnar á mörgum merkum og fögrum gosstöðvum, yfirborð hrauna hefur verið skafið og ljót ör skilin eftir og heilu fjöllin rifin niður. Gunnar og Björn munu ræða þessi mál í ljósi gildandi reglna og lagaumhverfis. Ingimar Sigurðsson lögfræðingur og skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneytinu mun einnig mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um lög- fræðilegar hliðar þessara mála.
Fundarslit um kl 16:30.
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun mun tala um jarðfræði og jarðhiti á Reykjanesskaga, en skaginn er jarðfræðilega mjög merkilegt svæði á heimsvísu. Kristján mun gefa yfirlit um jarðfræði svæðisins og fjalla svo sérstaklega um háhitasvæðin.
Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun talar um grunnvatn á Reykjanesskaga.
Freysteinn er sérfræðingur um grunnvatnsrennsli á Reykjanesskaga. Hér gefst gullið tækifæri til þess m.a. að ræða hugsanlega ógnun við vatnsból Suðurnesjamanna af völdum olíuflutningaslyss á Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi. Gunnar Bjarnason, jarðfræðingur hjá Vegagerð ríkisins mun tala um námuskráningu og leiðbeiningar um námuvinnslu. Björn Stefánsson, sérfræðingur hjá Náttúruvernd ríkisins fjallar um námufrágang.
Því miður hefur umgengni manna um hinar merkilegu jarðmyndanir á Reykjanesskaga oft verið hörmuleg. Vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið hefur ásókn í laus og föst jarðefni valdið því að miklar skemmdir hafa verið unnar á mörgum merkum og fögrum gosstöðvum, yfirborð hrauna hefur verið skafið og ljót ör skilin eftir og heilu fjöllin rifin niður. Gunnar og Björn munu ræða þessi mál í ljósi gildandi reglna og lagaumhverfis. Ingimar Sigurðsson lögfræðingur og skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneytinu mun einnig mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um lög- fræðilegar hliðar þessara mála.
Fundarslit um kl 16:30.