Fundað um Staðardagskrá 21 í Garði í kvöld
Í kvöld verður haldinn kynningarfundur um Staðardagskrá 21 kl. 20:00 í Samkomuhúsinu í Garði. Á fundinum getur þú komið hugmyndum þínum á framfæri í hinum ýmsu málaflokkum. Dagskrá fundarins er þannig að Arnheiður Hjörleifsdóttir segir frá Staðardagskrárhugtakinu og starfi í öðrum sveitarfélögum. Verkefni umhverfisnefndar verður kynnt og mögulegir málaflokkar skoðaðir. Létt spjall verður um Garðinn og þá framtíðarsýn sem íbúar hafa. Öllum er heimill aðgangur.




