Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað um fyrirhugaðan niðurskurð
Miðvikudagur 12. mars 2008 kl. 15:52

Fundað um fyrirhugaðan niðurskurð

Lögreglufélag Suðurnesja, Tollvarðafélags Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hefur boðað til fundar í Duus-húsum annað kvöld. Fundarefnið er fyrirhugaður niðurskurður hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Í tilkynningu sem Tollvarðafélag Íslands sendi öllum þingmönnum Suðurkjördæmis og öllum sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum lýsir félagið yfir áhuga á því að fá þessa aðila til fundarins, þar sem þetta mál varði alla íbúa Suðurnesjum, sem og landsmenn alla.

VF-mynd/elg: Lögreglustjóri og dómsmálaráðherra kynntu sameiningu toll- og lögregluembættana um þar síðustu áramót. Þá var talað um eflingu löggæslu á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024