Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað um framtíð HS
Mánudagur 15. október 2007 kl. 09:51

Fundað um framtíð HS

Helstu eigendur Hitaveitu Suðurnesja koma saman í dag til að ræða framtíð fyrirtækisins sem hefur verið hulin nokkurri óvissu frá því tilkynnt var um sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest.

Samkvæmt frétt RÚV telja fulltrúar Reykjanesbæjar að sameiningin og þau áform um að leggja hlut GGE í HS inn í REI stríða gegn hluthafasamkomulagi sem gert var í sumar. Það sama má segja um þau áform um að Orkuveitan eignist hlut Hafnarfjarðarbæjar og ráðstafi honum á sama hátt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024