Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað með Bandaríkjamönnum um Varnarliðið innan 10 daga
Sunnudagur 19. mars 2006 kl. 20:43

Fundað með Bandaríkjamönnum um Varnarliðið innan 10 daga

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun eiga fund með Bandaríkjamönnum um framtíð Varnarstöðvarinnar í Keflavík innan 10 daga. Þetta sagði hann í samtali við Víkurfréttir nú í kvöld, eftir fund með forsætisráðherra og bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ og Sandgerði.

„Hér voru mjög góðar og jákvæðar umræður þar sem kom fram að það ætti að snúa vörn í sókn í atvinnumálum á Suðurnesjum. Það er viss eftirvænting varðandi það hvaða aðstaða skapast hér og hvaða starfsemi passar inn í hana. Þrátt fyrir erfiðleika nú eru menn staðráðnir í að gera það besta úr þessu og skapa hér tækifæri,“ sagði Geir í samtali við Víkurfréttir.

Geir sagði jafnframt að ekki væri hægt að ræða framtíð aðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli fyrr en menn vita hvaða mannvirki þarf að nota í hernaðarlegum tilgangi og hvað er hægt að nota í borgaralega starfsemi. Þetta er ekki ljóst ennþá en mun örugglega skýrast á fundinum með Bandaríkjamönnum eftir nokkra daga.

Geir sagði að það þurfi að vinna hratt úr þessu máli og stöðunni sem komin er upp. „Bandaríkjamönnum og yfirstjórn NATO er það ljóst. Það er mikil nauðsyn vegna nágrannaþjóða okkar að varnarþátturinn skýrist mjög fljótt“, sagði Geir H. Haarde, utanríkisráðherra að endingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024