Fundað í kjaradeilu STFS
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Starfsmannafélags Suðurnesja og launanefndar sveitarfélaga í dag. Í deilunni er fyrst og fremst tekist á um nýtt starfsmatskerfi sem félagið hafnar.
Í gildandi kjarasamningi er ákvæði um að ef ekki tekst samkomulag um kerfið þá verði það ekki tekið upp. Eitt annað félag var með sams konar ákvæði í sínum samningi, starfsmannafélagið í Garðabæ.
Ragnar Örn Pétursson, formaður starfsmannafélags Suðurnesja, segir í samtali við Ríkisútvarpið að í stað nýja starfsmatsins hafi Garðbæingar fengið 3% til að laga til launaflokka. Það feli í sér hækkun lægstu flokka en minni eða jafnvel enga hækkun hjá þeim betur settu. Suðurnesjafélagið vilji fara svipaða leið og hafi krafist 4%.
Í gildandi kjarasamningi er ákvæði um að ef ekki tekst samkomulag um kerfið þá verði það ekki tekið upp. Eitt annað félag var með sams konar ákvæði í sínum samningi, starfsmannafélagið í Garðabæ.
Ragnar Örn Pétursson, formaður starfsmannafélags Suðurnesja, segir í samtali við Ríkisútvarpið að í stað nýja starfsmatsins hafi Garðbæingar fengið 3% til að laga til launaflokka. Það feli í sér hækkun lægstu flokka en minni eða jafnvel enga hækkun hjá þeim betur settu. Suðurnesjafélagið vilji fara svipaða leið og hafi krafist 4%.