Funda með Ögmundi um HSS síðdegis
Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja mun eiga fund með Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja síðdegis í dag. Starfandi formaður BSRB, Árni Stefán Jónsson, mun einnig sitja fundinn.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að hann gefi ekki svar fyrr en 15. ágúst um hvort hann heimili notkun á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og vegna þess hafði Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, óskað eftir fundi með ráðherra.
Um er að ræða að ráðherra heimili notkun á skurðstofum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem ekki eru nú nýttar til fulls, í sátt við stjórn sjúkrahússins. Með slíkri samvinnu má auka þjónustu og öryggi íbúa svæðisins og auka jafnframt sértekjur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.