Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fullvinnsla sjávarafurða rædd í Bláa lóninu
Föstudagur 18. maí 2012 kl. 11:57

Fullvinnsla sjávarafurða rædd í Bláa lóninu

Nýsköpunarfyrirtæki í fullvinnslu afurða munu kynna starfsemi sína og ræða samstarf á fundi um fullvinnslu sem haldinn verður af Íslenska sjávarklasanum í Bláa lóninu mánudaginn 21. maí. Markmið fundarins er að efla samstarf allra þeirra sem koma að fullvinnslu ýmissa sjávarafurða hérlendis og þeirra sem hafa áhuga á að fjárfesta í greininni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fundinum munu eftirfarandi fyrirtæki, meðal annarra, kynna þróunarverkefni sín: Genís ehf., Taramar ehf., Lýsi hf., IceWest ehf., Kerecis ehf., Ensímtækni ehf., GreeninBlue ehf., Bláa Lónið hf.

Á fundinum verður einnig kynnt fullvinnsluverkefnið Codland sem ýmsir aðilar í Grindavík standa að í samvinnu við Íslenska sjávarklasann og hefur að markmiði að efla nýsköpunarsamstarf á sviði fullvinnslu á Íslandi.