Fullveldishátíð Suðurnesja 1. desember í Duus Safnahúsum

Fullveldishátíð verður haldin í Bíósal Duus Safnahúsa laugardaginn 1. desember nk. kl. 16.00. 
 
Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða sameiginlega til menningardagskrár í tilefni 100 ára afmælis fullveldis íslensku þjóðarinnar.
 
Menningarfulltrúar sveitarfélaganna ásamt verkefnisstjóra hjá Heklunni hafa undirbúið blandaða dagskrá sem samanstendur af tónlist, sögulegum fróðleik, leikþætti og gamanmálum.
 
Þeir sem fram koma eru Karlakór Keflavíkur, Leikfélag Keflavíkur, Eiríkur Hermannson sagnfræðingur, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Ari Eldjárn lýkur svo samkomunni með gamanmálum eins og honum einum er lagið.
 
Kynnir er Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. 
 
Hátíðarsamkoman er opin öllum Suðurnesjamönnum á meðan húsrúm leyfir og ókeypis aðgangur.
 
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.