Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullur poki af fötum á þúsund kall
Föstudagur 8. október 2004 kl. 15:03

Fullur poki af fötum á þúsund kall

Það er nóg af fötum á flóamarkaði Suðurnesjadeildar Rauða krossins sem haldin er að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ á hverjum föstudegi frá klukkan 13 til 16:30. Að sögn Guðrúnar Teitsdóttur sjálfboðaliða Rauða krossins berst mikið af fatnaði til deildarinnar. „Við tökum á móti um 50 ruslapokum af fatnaði í hverri viku og eftir að við erum búin að fylla hillurnar hér er afgangurinn sendur til Reykjavíkur,“ segir Guðrún en verðið á fötunum er gott því fyrir hvern haldapoka fullan af fötum eru greiddar eitt þúsund krónur.

Myndin: Guðrún Teitsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins með jakkaföt og jakka sem til sölu er á Flóamarkaðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024