Fulltrúi sýslumanns kannar vændi
Fulltrúi frá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli er nýkominn frá Eystrasaltslöndunum þar sem hann sat ráðstefnu um baráttu gegn verslun með konur. Nektardansmeyjar frá Lettlandi og Eistlandi sem störfuðu hér á landi segja að þær hafi verið neyddar út í vændi af vinnuveitendum sínum.Hann ræddi m.a. við lögregluyfirvöld þar í landi. Að sögn lögreglunnar var konunum ýtt út í vændi af vinnuveitendum sínum og þeim hótað ofbeldi segðu þær frá. Ísland er eitt Norðurlandanna sem gefur út atvinnuleyfi fyrir nektardans. Frá þessu er greint á vef Vísis.
Myndin tengist ekki fréttinni, heldur notuð sem myndskreyting.
Myndin tengist ekki fréttinni, heldur notuð sem myndskreyting.