Fulltrúar IPT loks væntanlegir
Fulltrúar frá stórfyrirtækinu International Pipe and Tubing eru væntanlegir til landsins síðar í mánuðinum til viðræðna við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ.
Síðustu misseri hefur staðið til að ganga frá samningum um byggingu stálpípuverksmiðju á 4 hektara lóð í Helguvík, en fjármögnunarferli hefur tekið mun lengri tíma en til stóð í fyrstu. Var IPT gefinn lokafrestur til loka júlí til að ljúka fjármögnun og skila framkvæmdaáætlun að öðrum kosti misstu þeir réttinn á lóðinni. Fresturinn var síðar framlengdur.
Fram kom á fundi atvinnu- og hafnarráðs í síðasta mánuði að Connell Finance Company sendi erindi til bæjaryfirvalda þar sem staðfest er að enn er unnið að fjármögnun stálpípuverksmiðju. Fjármögnunin er í samstarfi við Fortis bankann í Belgíu og framleiðanda tækjabúnaðar í verksmiðjuna, World Ace Indurstries, dótturfyrirtæki Huyndai Motors.
Atvinnu- og hafnaráð áskilur sér rétt til að afturkalla lóðina ef önnur nýting er talin áhugaverðari. Ef önnur umsókn berst um umrædda lóð fyrir 24. nóvember nk., sem ráðið telur áhugaverða, fái IPT 30 daga frest til að ljúka sínum málum. Að öðrum kosti verði lóðin leigð öðrum.
Síðustu misseri hefur staðið til að ganga frá samningum um byggingu stálpípuverksmiðju á 4 hektara lóð í Helguvík, en fjármögnunarferli hefur tekið mun lengri tíma en til stóð í fyrstu. Var IPT gefinn lokafrestur til loka júlí til að ljúka fjármögnun og skila framkvæmdaáætlun að öðrum kosti misstu þeir réttinn á lóðinni. Fresturinn var síðar framlengdur.
Fram kom á fundi atvinnu- og hafnarráðs í síðasta mánuði að Connell Finance Company sendi erindi til bæjaryfirvalda þar sem staðfest er að enn er unnið að fjármögnun stálpípuverksmiðju. Fjármögnunin er í samstarfi við Fortis bankann í Belgíu og framleiðanda tækjabúnaðar í verksmiðjuna, World Ace Indurstries, dótturfyrirtæki Huyndai Motors.
Atvinnu- og hafnaráð áskilur sér rétt til að afturkalla lóðina ef önnur nýting er talin áhugaverðari. Ef önnur umsókn berst um umrædda lóð fyrir 24. nóvember nk., sem ráðið telur áhugaverða, fái IPT 30 daga frest til að ljúka sínum málum. Að öðrum kosti verði lóðin leigð öðrum.