Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fulltrúar áhugahóps funda með þingmönnum
Föstudagur 21. janúar 2005 kl. 11:40

Fulltrúar áhugahóps funda með þingmönnum

Fulltrúar áhugahóps um örugga Reykjanesbraut eiga fund með þingmönnum Suðurkjördæmis í alþingishúsinu í hádeginu í dag. Á fundinum verður undirbúningur borgarafundar í Stapa þann 10. febrúar ræddur. Einnig munu þingmenn tjá sig um stöðu málsins eins og hún kemur þeim fyrir sjónir, en Steinþór Jónsson formaður áhugahópsins skrifar um málið á heimasíðu sinni í dag.
Í greininni skrifar Steinþór um fréttir af opnun útboða vegna Suðurstrandarvegar en alls buðu 22 verktakar í verkið. Lægsta tilboðið nam aðeins um 23,6% af kostnaðaráætlun og segir Steinþór að það tilboð verði að teljast óraunhæft. Hinsvegar segir hann að tilboð Háfells í lagningu vegarins sé með raunhæft tilboð en voru næst lægstir í úboðinu með 65,2% af kostnaðaráætlun. Háfell var eitt þeirra fyrirtækja sem vann að breikkun fyrsta áfanga Reykjanesbrautar og segir Steinþór í grein sinni að fyrirtækið hafi boðið svipað í breikkun Reykjanesbrautar og lagningu Suðurstrandavegar, prósentan hafi verið á svipuðum nótum.
„ Með þessar upplýsingar uppi á borði er fátt sem ætti að koma í veg fyrir skýra ákvörðunartöku samgönguyfirvalda um að klára Reykjanesbraut alla leið. Annað væri bæði verklegt og pólitískt glapræði. Hönnun brautarinnar liggur fyrir, útboðsgögn gætu verið klár á 2-3 vikum, vilji þingmanna hefur í orði verið einróma um að klára verkið, raunverð eru með allra hægstæða móti og verktakar með getu til að klára verkið innan ársins sé þess óskað,“ skrifar Steinþór meðal annars í grein sinni sem hann endar svo. „Eitt er víst - nú er lag að klára þetta mikilvæga verkefni en með því eru samgönguyfirvöld að fylgja eftir góðu verki og  tryggja öryggi vegfarenda Reykjanesbrautar um leið og örugg tenging höfuðborgarinnar við alþjóðaflugvöllinn er tryggð til langrar framtíðar.“

Heimasíða Steinþórs Jónssonar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024