Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullt í heyrnarskoðun á Nesvöllum
Föstudagur 24. október 2008 kl. 11:51

Fullt í heyrnarskoðun á Nesvöllum

Uppbókað er í heyrnarskoðun hjá fyrirtækinu Heyrn en skoðunin fer fram á Nesvöllum í Reykjanesbæ í dag.
Ellisif Katrín Björnsdóttir, heyrnarfræðingur hjá Heyrn segir að 16% þjóðarinnar búi við skerta heyrn og 30% á aldrinum 30-45 ára. Er talað um að þetta sé einn stærsti lýðheilsuvandi samtímans.
Ellisif sagði að ný og mjög þróuð heyrnartæki hafi verið að koma á markaðinn á undanförnum árum en þau efla heyrn á mjög eðilegan hátt. Þau eru mjög þægileg og nett og geta verið algerlega sjálfvirk.
Aðspurð um hver væri aðal ástæðan fyrir skertri heyrn hjá fólki sagði hún arfgengi væri ein ástæðan en einnig aðstæður fólks í vinnunni. Flugmenn t.d. missa lang flestir heyrn, flugvirkjar og starfsmenn sem vinna nálægt hávaða t.d. frá vélum. Nú væru t.d. komnir eyrnatappar sem verja heyrn en fólk heyrir samt vel. „Þessir tappar virka vel t.d. á skemmtistöðum,“ sagði Ellisif.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024