Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullt hús á fyrirlestri Loga Geirs
Föstudagur 17. nóvember 2017 kl. 15:27

Fullt hús á fyrirlestri Loga Geirs

Fjölmennt var á fyrirlestri Loga Geirssonar í dag á fimmtu hæð í Krossmóa en Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, MSS, stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni tuttugu ára afmælis miðstöðvarinnar.
Logi fór yfir ferilinn sinn, hvernig hann setti sér markmið aðeins sextán ára gamall um að verða atvinnumaður í handbolta, íþróttaferilinn sinn, sjálfstraust, markmiðsetningu, unglingsárin og sjálfsuppbyggingu.

Logi talaði einnig um það hversu mikilvægt það væri að hafa trú á sjálfum sér og sagði meðal annars frá því að hann hefði sjálfur stappað í sig stálinu fyrir fyrirlesturinn fyrir framan spegil og sagt uppbyggileg orð en að hans sögn kemst það aldrei í vana að halda fyrirlestur fyrir framan nokkur hundruð manns, það sé alltaf jafn erfitt. Fyrirlesturinn var þétt setinn og gestum boðið upp á léttar veitingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024