Fullt á jólatónleikum Vox Felix
- ungmennakórinn styrkir gott málefni
Fullt var út að dyrum í Keflavíkurkirkju í kvöld á jólatónleikum Vox Felix þar sem flutt voru bæði hátíðleg og skemmtileg jólalög undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar.
Kórinn er skipaður ungmennum af Suðurnesjum í samstarfi kirkna og hefur hann komið fram við ýmiss tækifæri að undanförnu.
Kórinn lét 500 krónur af hverjum seldum aðgöngumiða renna til samtakanna Lítil hjörtu sem hafa það að markmiði að gleðja börn í efnalitlum fjölskyldum á jólum og öðrum tyllidögum.