Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 13. október 2001 kl. 15:50

Fullnægjandi merkingar við djúpan skurð

Svavar Einarsson, verktaki, sem gróf skurðinn í gegnum Njarðarbraut í Njarðvík og bíl var ekið ofaní í gærkvöldi segir merkingar við skurðinn fullnægjandi.Varað var við skurðinum með hraðatakmörkun og öðrum merkingum áður en komið er að skurðinum sunnanmegin. Þá voru búkkar þvert yfir götuna við skurðinn og blikkandi ljós inni í gröfu handan við skurðinn.
Kona á miðjum aldri sem ók bifreið í skurðinn undir miðnætti síðustu nótt sagðist ekki hafa séð merkingar. Í gærkvöldi gekk á með éljum og skyggni ekki gott.
Svavar sagði að skurðurinn hafi verið grafinn fyrir þremur sólarhringum og enginn gert athugasemdir við merkingar og heldur hafi lögregla ekki gert athugasemdir eftir slysið. Svavar sagði þó að alltaf mætti gera betur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024