Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla
Stapaskóli í Reykjanesbæ.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 30. október 2020 kl. 07:09

Fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla

ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum. Minnihluti bæjarstjórnar ekki sammála meirihlutanum og greiddi atkvæði á móti.

Byggingarnefnd Stapaskóla í Reykjanesbæ hefur samþykkt að ráðist verði nú þegar í frumhönnun á íþróttaaðstöðu við Stapaskóla – áfanga 2. Unnið verði  samkvæmt tillögu þar er gert ráð fyrir fullbúnu íþróttahúsi með aðstöðu fyrir áhorfendur og 25 metra sundlaug með heitum pottum.

Í minnisblaði byggingarnefndar er lögð áhersla á að horfa til þessarar byggingar sem hjarta hverfisins sem er í hraðri uppbyggingu og miðstöð fyrir breiðan aldurshóp. Þar verði lögð áhersla á að skapa góða aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir unga sem aldna. Tenging verði við almenningsbókasafn og skólann þar sem jákvætt og heilbrigt samfélag blómstrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samfara frumhönnun fari fram greining á íbúaþróun ásamt kostnaðargreiningu sem svarað verði samhliða.

Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B) samþykktu tillögu byggingarnefndar á síðasta fundi bæjarráðs Reykjnesbæjar. Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) greiddu atkvæði á móti og áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir (M), lýsti sig andvíga tillögunni og vísaði jafnframt í bókun minnihlutans frá síðasta bæjarstjórnarfundi, 20. október 2020.