Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullbókað í samtvinnað atvinnuflugmannsnám Keilis
Miðvikudagur 22. júlí 2015 kl. 17:59

Fullbókað í samtvinnað atvinnuflugmannsnám Keilis

Mikil ásókn er í flugnám hjá Keili og er nú fullbókað í báða bekkina í samþættu atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis sem hefjast 14. september og 26. október næstkomandi. Stefnir í að nemendafjöldi í atvinnuflugmannsnámi hjá skólanum verði sá mesti frá upphafi en mikil aukning hefur verið í flugnám á undanförnum árum.
 
Enn eru laus pláss í samþætt atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) sem hefst 6. janúar 2016, en við hvetjum áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst þar sem mikill áhugi er fyrir náminu.
 
Nánari upplýsingar um námið má nálgast á www.flugakademia.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024