Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullbókað í atvinnuflugmannsnám hjá Keili
Við flugkennslu hjá Flugakademíu Keilis.
Föstudagur 4. júlí 2014 kl. 10:00

Fullbókað í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

Um hundrað umsóknir einka- og atvinnuflugmannsnám.

Gífurlega mikil aðsókn er í flugnám hjá Flugakademíu Keilis en um hundrað umsóknir bárust í einka- og atvinnuflugmannsnám við skólann fyrir haustið 2014. Nú er fullbókað í báða bekki í atvinnuflugmannsnámi (ATPL Integrated & Modular) sem hefjast í ágúst og er það tvöföldun á nemandafjölda frá því í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keili.

Næstu námskeið í atvinnuflugmannsnámi hjá Keili hefjast í byrjun ársins 2015, almennt atvinnuflugmannsnám í janúar og samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) í febrúar.

Flugakademía Keilis var stofnuð árið 2008 og býður upp á fjölbreytt flugtengt nám sem undirbýr nemendur fyrir störf í alþjóðlegu umhverfi. Staðsetning skólans við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík felur í sér einstaka aðstöðu til kennslu flugtengdra greina. Auk flugnáms er boðið upp á nám í flugumferðarstjórn og flugþjónustu við skólann, sem og flugvirkjanám í samstarfi við Air Service Training í Skotlandi.

Nánari upplýsingar um námið og næstu námskeið má nálgast á heimasíðu Flugakademíu Keilis á www.flugakademia.is
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024