Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 13. mars 2002 kl. 20:39

Full kör af kynörvandi konfekti!

Úrvalið af sjávarfangi sem komið er með í land er alltaf að aukast. Nú eru Asíu-búar vitlausir í að kaupa svil og því allar bryggjur fullar af körum með svili og öðru kynörvandi konfekti fyrir Japani sem telja svil hið besta hnossgæti.Meðfylgjandi mynd var tekin í Sandgerði þar sem verið var að landa úr Ársæli Sigurðssyni HF og þar á „bæ“ voru menn með tvö kjaftfull kör af svili sem eflaust eiga eftir að herða japanska í ástarleikjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024