Fuglaskoðunarkort fyrir Reykjanes
Reykjanes Unescco Global Geopark hefur gefið út fuglaskoðunarkort fyrir Reykjanesskagann þar sem finna má upplýsingar um fjölbreytt fuglalíf en kortið sýnir helstu fuglaskoðunarstaði á Reykjanesi, hvar sjaldgæfari tegundir er að finna og upplýsingar um aðgengi að skoðunarstöðum.
Verkefnið sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja var unnið af Þekkingarsetri Suðurnesja og hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár. Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsaðili verkefnisins og verður kortið aðgengilegt á visitreykjanes.is.
Reykjanesskagi er vinsælt svæði til fuglaskoðunar enda er þar að finna fjölbreytt fuglalíf yfir vetrartímann. Þá eru fjörur á svæðinu mikilvægur viðkomustaður fjölmargra farfugla á haustin og vorin. Í nokkrum sjávarbjörgum má finna fjölda fugla af helstu tegundum sem halda til í hamraflugum um allt land.
Kortin eru m.a. aðgengileg í gestastofunum Reykjanes Unesco Global Geopark í Reykjanesbæ, Grindavík og Vogum.