Fuglaskoðunarhús við Sandgerðistjörn
Nú er búið að reisa útsýnishús við tjörnina í Sandgerði sem er hugsað fyrir fólk sem hefur áhuga á að virða fyrir sér fuglalífið við tjörnina í ró og næði. Húsið hefur ekki verið formlega opnað en þar verður komið fyrir myndum af fuglum sem halda til á tjörninni og upplýsingum um fuglana.
Að sögn Reynis Sveinssonar, forstöðumanns Fræðasetursins í Sandgerði er húsið og göngustígur að því byggt fyrir styrk til Fræðasetursins og með stuðningi Sandgerðisbæjar.
Myndin: Fuglaskoðunarhúsið í við tjörnina í Sandgerði verður opnað von bráðar og þá verður hægt að skoða fuglalífið þaðan og fræðast um fuglana. VF-mynd: Þorgils Jónsson
Að sögn Reynis Sveinssonar, forstöðumanns Fræðasetursins í Sandgerði er húsið og göngustígur að því byggt fyrir styrk til Fræðasetursins og með stuðningi Sandgerðisbæjar.
Myndin: Fuglaskoðunarhúsið í við tjörnina í Sandgerði verður opnað von bráðar og þá verður hægt að skoða fuglalífið þaðan og fræðast um fuglana. VF-mynd: Þorgils Jónsson