Fuglaskoðun á Hafnabergi í dag kl. 14
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður í göngu á Hafnarbergi undir farastjórn Þorvaldar Arnar Árnasonar þátttakendum að kostnaðarlausu í dag kl. 14. Safnast verður saman á bílastæðinu við veginn milli Hafna og Reykjanesvita, við upphaf göngustígsins niður á Hafnarberg, kl. 14:00 og þurfa allir að koma þangað á eigin vegum.Nú er fuglinn kominn í bergið og gróður að vakna til lífsins á hinni svörtu eyðimörk. Góður tími verður tekinn í að skoða gróður, grjót og ekki síst fuglinn í berginu og njóta mjög sérstakts útsýnis.
Gert er ráð fyrir að komið verði aftur á bílastæðið kl. 17:00.
Takið með ykkur nesti, viðeigandi klæðnað og skó og svo auðvitað góða ferðaskapið
Gert er ráð fyrir að komið verði aftur á bílastæðið kl. 17:00.
Takið með ykkur nesti, viðeigandi klæðnað og skó og svo auðvitað góða ferðaskapið