Fuglaskilti sett upp á Garðskaga
Myndarlegt skilti með myndum af öllum þeim fuglum sem venja komur sínar á Garðskaga hefur verið sett upp við tjaldstæðið á Garðskaga. Skiltið samanstendur af tveimur spjöldum með myndum og textum á íslensku og ensku. Skiltin eiga örugglega eftir að upplýsa fróðleikshúsa um nöfn á fjölmörgum fuglum. Þá búast Garðmenn við því að skiltin eigi eftir að laða fleiri ferðamenn á svæðið.
Framundan er einnig að hafa myndasýningu um 50 ára starfsferil Guðna Ingimundarsonar á "trukknum". Sýningin er fyrirhuguð 26.júní n.k. í Vitavarðarhúsinu á Garðskaga.
Framundan er einnig að hafa myndasýningu um 50 ára starfsferil Guðna Ingimundarsonar á "trukknum". Sýningin er fyrirhuguð 26.júní n.k. í Vitavarðarhúsinu á Garðskaga.