Fugl og flugvél í árekstri yfir Íslandi
Flugmenn hafa ýmislegt að óttast í háloftunum og í flugtaki og lendingu. Flugvélarnar eru nefnilega ekki það eina sem flýgur um háloftin. Þar eru fyrir fuglar af ýmsum stærðum og gerðum sem valdið geta miklu tjóni þegar þeir lenda í árekstri við flugvélar. Flugmenn hjá Varnarliðinu fengu að kynnast árekstri við fugl í gær.Flugmenn á HC-139 flugvél Varnarliðsins lentu í árekstri við fugl yfir norð-vesturlandi í gærdag. Hann skemmdi flugvélina nokkuð eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Varnarliðsmaðurinn Duncan Munro tók og birtist í blaði Varnarliðsins, The White Falcon, á morgun. Það eru Víkurfréttir sem annast útgáfu á blaði Varnarliðsins.
Á síðasta ári voru skráð 3600 tilvik í heiminum þar sem fuglar og flugvélar rákust saman og skemmdir urðu. Meirihluti árekstra fugla og flugvéla verða við flugvelli og Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli ver miklum tíma og peningum árlega í að fæla í burtu fugla enda eru varpsvæði fugla um allan flugvöll og um alla Miðnesheiðina.
Nú eru sex aðilar frá Smithsonian stofnuninni í Bandaríkjunum og frá stofnun Sjóhers og Flughers Bandaríkjanna sem nefnist BASH hér á landi. Þeir eru að safna sýnishornum 34 fugla umhverfis flugvöllinn í Keflavík.
Á síðasta ári voru skráð 3600 tilvik í heiminum þar sem fuglar og flugvélar rákust saman og skemmdir urðu. Meirihluti árekstra fugla og flugvéla verða við flugvelli og Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli ver miklum tíma og peningum árlega í að fæla í burtu fugla enda eru varpsvæði fugla um allan flugvöll og um alla Miðnesheiðina.
Nú eru sex aðilar frá Smithsonian stofnuninni í Bandaríkjunum og frá stofnun Sjóhers og Flughers Bandaríkjanna sem nefnist BASH hér á landi. Þeir eru að safna sýnishornum 34 fugla umhverfis flugvöllinn í Keflavík.