FS tapaði naumlega gegn Verzló
Verslunarskólinn sigraði FS naumlega með 58 stigum í undanúrslitum ræðu- og mælskukeppni MORFÍS sem fram fór í Verslunarskólanum í gær. Keppnin var eins og gefur að skilja jöfn og spennandi og voru dómarar ekki sammála um niðurstöðuna. Umræðuefni kvöldsins var lágmenning þar sem FS-ingar voru með málefninu.
Umræður um keppnina voru ansi líflegar á Twitter eins og sjá má hér að neðan. Eins má sjá hér myndband þar sem lið FS var kynnt til sögunnar.
Skil alveg að FS tali með lágmenningu eftir að hafa fylgst með þeim á Twitter #FSrealtalk #morfis
— Adda Þ. Smáradóttir (@addathsmara) March 17, 2016
Það sem FS-ingar eru með MIKLU betra stuðninglið🙌🏻 #Morfis #FSrealtalk #eyfellsdaetur
— Lovísa Gudjonsdóttir (@LovsaG) March 17, 2016
Damn Solborg, back at it again with the fire 🔥🔥🔥🔥 #morfis
— IK (@ingunnkara) March 17, 2016
Bestu stuðningsmenn EVER❤️
— Sólborg Guðbrands (@solborg96) March 18, 2016
Takk fyrir mig MORFÍs, eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert!