FS tapaði í Gettu Betur í kvöld
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja tapaði fyrir liði Menntaskólans við Sund í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur í kvöld. Lið FS hlaut 10 stig gegn 31 stigi Menntaskólans við Sund.Dregið var um hvaða skólar mætast í fjögurra liða úrslitum í keppninni næsta fimmtudag en það eru Menntaskólinn á Akureyri á móti Menntaskólanum í Reykjavík. Keppnin fer fram á Akureyri.