Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS: Stefnumörkun endurskoðuð vegna niðurskurðar
Mánudagur 30. nóvember 2009 kl. 09:16

FS: Stefnumörkun endurskoðuð vegna niðurskurðar


Fjölbrautaskóla Suðurnesja er ætlað að skera niður um 15,4 milljónir á næsta ári. Þetta mun m.a. hafa áhrif á stefnumörkun skólans en þar átti m.a. að leggja áherslu á að minnka brottfall enn frekar og auka námsframboð. Þetta kom fram á síðasta fundi skólanefndar.

Unnið er að undirbúningi nýrrar námskrár en þar er gert ráð fyrir að stúdentsnám taki þrjú og hálft ár og að styttri námbrautum verði fjölgað. Einnig þarf að ákveða hvort skólinn styðji áfram fyrirhugaðan Fisktækniskóla í Grindavík og GeoCamp Iceland raungreinabúðir í Vogum. Í stefnumörkuninni þarf einnig að ákveða hve marga nemendur á að innrita um áramótin og hvort grundvöllur er fyrir starfsemi kvöldskóla og þjónustu við 10. bekkinga miðað við fjárveitingar, segir ennfremur í fundargerð skólanefndar.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Frá kennslustund í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.