Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS sigraði FSU í Gettu betur
Lið FS skipa þau Helga Vala Garðarsdóttir, Bjarni Halldór Janusson og Alexander Hauksson,. Hér eru þau ásamt spyrlinum Birni Braga.
Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 08:40

FS sigraði FSU í Gettu betur

Kominn í 8 liða úrslit.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja sigraði Fjölbrautaskóla Suðurlands í fyrstu viðureign síðari umferðar á Rás 2 sem fram fór í gærkvöldi. Liðið er því komið í sjónvarpskeppnina í þriðja sinn í sögu skólans. Eins og fram kemur á vefsíðu RÚV og var spennan óbærileg á stundum í Útvarpshúsinu en greinilegt var að liðin höfðu undirbúið sig vel fyrir keppnina. Mjótt var á munum mest alla keppnina en aðeins munaði einu stigi á liðunum eftir hraðaspurningarnar og skiptust liðin á að halda forrystunni þar til bjölluspurningarnar voru ríflega hálfnaðar en þá tók lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja fram úr og sigraði að lokum 21 - 16.

Það eru lið FS, FG, MA og FVA sem eru komin áfram í 8 liða úrslit sem hefjast á Rúv 28. janúar n.k.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024