FS og Keilir í samstarf
Keilir og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafa undirritað með sér samstarfssamning um nám fyrir tæknifræði. Atvinnulífið kallar eftir fólki með menntun í tæknifræði. Þar eru atvinnumöguleikar mjög góðir og launin virðast prýðileg. Samkvæmt könnun Félags tæknifræðinga eru laun félagsmanna þeirra að meðaltali 600 þúsund krónur á mánuði.
Með samstarfi FS og Keilis er leitast við að byggja upp samfellt nám fyrir tæknifræði þannig að það er byggt upp í þrepum frá framhaldsskóla upp á háskólastig. Nú geta nemendur sett stefnuna á þetta markmið og tekið í þrepum. Fyrir þá sem eru þegar á vinnumarkaði, s.s. iðnaðarmenn, vélstjórar, stúdentar og aðrir, þá geta þeir komið í tæknifræðinámið í því þrepi sem þeim helst hentar. Áherslan er á „hands-on“ nám.
FS og Keilir vænta mikils af þessu samstarfi enda þörfin ærin. Skólarnir vilja með þessu móti breðgasy við kalli atvinnulífsins.
Aðrir samstarfsaðilar Keilis um nám í tæknifræðinni eru Iðnskólinn í Hafnarfirði og Háskóli Íslands.
Á meðfylgjandi mynd undirrita Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari FS, og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, samstarfssamninginn.