Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. mars 2003 kl. 18:42

FS-ingar í Gettu betur í kvöld

Í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld keppa lið Menntaskólans við Sund og Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er þetta fjórða og síðasta viðureignin í átta liða úrslitum. Keppnin var tekin upp í Keflavík í dag. Víkurfréttir vita úrslitin og þau eiga eftir að koma á óvart! Útsending hefst í Sjónvarpinu kl. 20Næstu tvö fimmtudagskvöld verða undanúrslitaþættirnir sýndir og föstudaginn 28. mars verður keppt til úrslita. Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson, dómari og spurningahöfundur er Sveinn Guðmarsson, og Svanhildur Hólm Valsdóttir er stigavörður.

Vefsíða Gettu betur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024