Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS-ingar á Snæfellsnesi
Miðvikudagur 16. mars 2005 kl. 12:58

FS-ingar á Snæfellsnesi

Næstum 60 nemendur og tveir kennarar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja lögðu land undir fót í síðustu viku. Tilefnið var svokallað SAM-ferðalag og var förinni heitið á Snæfellsnesið þar sem dvalið var að Lýsuhól helgina 11.- 13. mars.

Á laugardeginum var farið í rútuferð um Snæfellsnesið, stoppað við Arnarstapa og Djúpalónssand þar sem farið var í stuttar gönguferðir. Í Ólafsvík fengu nemendur og kennarar sér að borða og um kvöldið var grillað og farið í sund. Tiltekt og annar brottfararundirbúningur var svo viðhafður á sunnudeginum.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá ferðalaginu á vefsíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

www.fss.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024