Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS í Evrópusamstarfi um leiðir til að draga úr brottfalli
Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 10:10

FS í Evrópusamstarfi um leiðir til að draga úr brottfalli


Á dögunum hittust kennarar frá skólum í sex Evrópulöndum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þá fór fram fyrsti fundur hóps sem vinnur að verkefni á vegum Leonardo-áætlunarinnar svokölluðu.  Verkefnið er til tveggja ára og er ætlunin að skoða leiðir til að minnka brottfall í framhaldsskólum.  Markmiðið er að taka saman yfirlit yfir kennsluaðferðir og námsefni sem hefur virkað vel til þess að draga úr brottfalli nemenda og einnig á að koma á tengslum milli skóla og stofnana sem eru að þróa aðferðir til að minnka brottfall.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er aukaaðili að verkefninu. Kennarar frá skólanum taka þátt í fundum á Íslandi og fá aðgang að öllum gögnum hópsins.  Kennarar frá skólunum sem taka þátt í verkefninu hittust fyrst á Íslandi og héldu fundi hér og í Tækniskólanum í Reykjavík.  Fundina sóttu þrír kennarar frá Íslandi og Tyrklandi og tveir kennarar frá Belgíu, Finnlandi, Frakklandi og Skotlandi.


Myndin er af vef FS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024