Heklan
Heklan

Fréttir

FS í Evrópusamstarfi um leiðir til að draga úr brottfalli
Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 10:10

FS í Evrópusamstarfi um leiðir til að draga úr brottfalli


Á dögunum hittust kennarar frá skólum í sex Evrópulöndum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þá fór fram fyrsti fundur hóps sem vinnur að verkefni á vegum Leonardo-áætlunarinnar svokölluðu.  Verkefnið er til tveggja ára og er ætlunin að skoða leiðir til að minnka brottfall í framhaldsskólum.  Markmiðið er að taka saman yfirlit yfir kennsluaðferðir og námsefni sem hefur virkað vel til þess að draga úr brottfalli nemenda og einnig á að koma á tengslum milli skóla og stofnana sem eru að þróa aðferðir til að minnka brottfall.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er aukaaðili að verkefninu. Kennarar frá skólanum taka þátt í fundum á Íslandi og fá aðgang að öllum gögnum hópsins.  Kennarar frá skólunum sem taka þátt í verkefninu hittust fyrst á Íslandi og héldu fundi hér og í Tækniskólanum í Reykjavík.  Fundina sóttu þrír kennarar frá Íslandi og Tyrklandi og tveir kennarar frá Belgíu, Finnlandi, Frakklandi og Skotlandi.


Myndin er af vef FS

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25