FS í baráttunni gegn fátækt
Mánudaginn 14. nóvember síðastliðinn var fátækt í heiminum til umræðu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur og kennarar söfnuðust saman á sal skólans þar sem Helena Ósk Jónsdóttir kynnti verkefnið „Make Poverty History.“
Helena er kennari við Heiðarskóla og hefur þegar kynnt verkefnið þar en hluti af herferðinni er sala á hvítum armböndum og rennur ágóðinn til handa baráttunni gegn fátækt.
Að lokinni kynningu Helenu voru böndin seld og þau verða áfram seld á skrifstofu skólans. Nemendur og starfsfólk skólans hafa tekið virkan þátt með því að kaupa böndin og leggja þannig lóð sitt á vogarskálarnar í baráttunni fyrir betri heimi.
VF-mynd/heimild: www.fss.is