FS áfram í Morfís eftir sigur á Borgarholtsskóla
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja er komið í undanúrslit í MORFÍs ræðukeppninni en það varð ljóst eftir sigur á Borgarholtsskóla í 8 liða úrslitum keppninnar í gærkvöldi.
Viðureignin fór fram í Borgarholtsskóla og var umræðuefni kvöldsins „Illska er nauðsynleg“ en okkar lið mælti gegn tillögunni. Svo fór að FS vann nokkuð öruggan sigur. Liðið skipa Sigurður Smári Hansson frummælandi, Magnþór Breki Ragnarsson sem var meðmælandi og Sólborg Guðbrandsdóttir stuðningsmaður en hún var valin ræðumaður kvöldsins. Liðsstjóri er Bjarni Halldór Janusson en þjálfari liðsins er Arnar Már Eyfells sen hann er fyrrum nemandi í FS og keppandi í MORFÍs.
Ekki er ljóst hverjir verða mótherjar í næstu umferð þar en þetta var fyrsta umferð 8 liða úrslitanna sem lýkur síðar í mánuðinum.
Á myndinni eru frá vinstri Bjarni Halldór, Sigurður Smári, Arnar Már þjálfari, Sólborg og Magnþór Breki.