FS áfram í Gettu Betur
Fjölbrautaskóli Suðurnesjanna komst áfram í aðra umferð Gettu Betur þrátt fyrir tap í gærkvöldi gegn FG. Bæði lið byrjuðu af krafti, FG svaraði 18 hraðaspurningum gegn 15 stigum Suðurnesja. Þegar þarna var komið við sögu voru bæði lið örugg áfram, sama hvernig keppnin myndi enda því stigahæsta tapliðið fer áfram. Svo fór að FG sigraði með 25 stigum gegn 16 stigum Suðurnesja.