Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS áfram í Gettu betur
Föstudagur 17. janúar 2003 kl. 14:45

FS áfram í Gettu betur

Fjölbrautaskóli Suðurnesja komst áfram í 2. umferð spurningarkeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, sem fram fer í næstu viku. FS keppti við lið Iðnskólans í Reykjavník og urðu lokatölur 18-10, FS-ingum í hag. Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja skipa þeir Árni Jóhannsson, Daníel Pálmason og Högni Þorsteinsson en þeim til aðstoðar er Rúnar Dór Daníelsson. Kennararnir Atli Þorsteinsson og Magnús Óskar Ingvarsson hafa séð um val og undirbúning liðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024