Fréttir

FS afhenti Fjölskylduhjálp endurunnin sængurver og náttföt
Katrín og FS nemendur mættu í Fjölskylduhjálpina með sængurverasett og ungbarnanáttföt, allt endurunnið. Mynd/fss.is
Mánudagur 30. mars 2015 kl. 10:01

FS afhenti Fjölskylduhjálp endurunnin sængurver og náttföt

Í áfanga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið unnið með endurvinnslu og er samstarfið fólgið í því að skólinn fær hráefni frá Fjölskylduhjálpinni, nemendur endurvinna og gefa til baka. Nemendur í áfanganum HÖN 103 unnu þannig tíu ungbarnasængurver og einnig tíu ungbarnanáttföt, allt endurunnið. Nemendur stóðu sig afar vel og sýndu verkefninu mikinn áhuga og metnað, segir á heimasíðu fss.is.

Nemendur og Katrín Sigurðardóttir kennari mættu með afraksturinn í verslun Fjölskylduhjálparinnar á dögunum og hittu starfsfólkið þar. Anna Valdís Jónsdóttir tók á móti framlaginu fyrir hönd Fjölskylduhjálpar og er mikill áhugi beggja aðila á áframhaldandi samstarfi.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024