Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 14. desember 2005 kl. 09:07

Frystir um allt land á morgun

Um klukkan 06:00 í morgun var suðvestlæg átt, víða 10-15 m/s og súld eða dálítil rigning, en þurrt austanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Austfjörðum.

VIÐVÖRUN:
Búist er við stormi á Suðausturmiðum.

Fyrir norðan land er 1005 mb lægð sem hreyfist allhratt ANA, en V af Írlandi er víðáttumikil 1047 mb hæð.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vestlæg átt, 10-18 m/s en hægari í kvöld. Rigning eða súld vestantil á landinu fram eftir degi og aftur í nótt, annars úrkomulítið. Snýst í norðan 10-15 m/s á morgun, fyrst norðantil, með éljum norðan- og austanlands. Hiti 1 til 10 stig í dag, hlýjast á Austfjörðum, en frystir um allt land á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024