Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frystir á ný
Föstudagur 24. nóvember 2006 kl. 08:31

Frystir á ný

Klukkan 6 var norðaustlæg átt á landinu, 8-13 m/s við suðausturströndina, en annars talsvert hægari. Skýjað var að mestu norðaustanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti frá 4 stigum niður í 11 stiga frost, kaldast á Húsafelli.

Yfirlit
Um 700 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil og hægt minnkandi 968 mb lægð sem mjakast S. Við Hjaltlandseyjar er 962 mb lægð sem þokast NNA.


Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustlæg átt, víða 3-10 m/s, en heldur stífari við austurströndina í dag. Dálítil él fyrir norðan og austan, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Norðan og norðaustan 8-13 á morgun og él eða snjókoma, en heldur hægari og léttskýjað suðvestanlands. Frost 0 til 6 stig, en yfirleitt frostlaust við ströndina í dag.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-8 m/s og léttiskýjað, en 8-13 á morgun, skýjað með köflum og stöku él norðantil. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024