Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frystar með glerlokum í Nettó spara 13 milljónir á ári
Fimmtudagur 25. júlí 2013 kl. 09:54

Frystar með glerlokum í Nettó spara 13 milljónir á ári

Unnið hefur verið markvisst að því að spara raforku og bæta meðhöndlun og gæði frystivara í lágvöruverðsverslunum Nettó. Þetta er m.a. gert með því að setja glerlok á 28 frysta í Nettó verslunum landsins að erlendri fyrirmynd. Með þessum breytingum sparar hver frystir fyrir sig um 35.000 kílóvattstundir á ári, eða sem nemur orkunotkun 9 meðalstórra heimila. Í krónum talið nemur árlegur sparnaður hvers frystis um 470 þús. kr. miðað við raforkuverð til heimila. Nettó mun með þessum hætti spara árlega tæplega milljón kílóvattstundir rafmagns eða álíka orku og ársnotkun 250 meðalstórra heimila. Heildarsparnaður vegna þessara breytinga á frystunum verður því samtals um 13 milljónir króna miðað við raforkuverð til heimila.

Með þessum breytingum haldast gæði matvörunnar enn betur þar sem hitastig er mun stöðugra, ísmyndun minni, auk þess sem orkusparnaðurinn mun leiða til verðlækkunar á frystum matvörum. Raforkusparnaðurinn er hluti af stefnu Nettó í gæða- og umhverfismálum. Í lok maí sl. voru lokaðir frystar komnir notkun í Nettó í Mjódd, Reykjanesbæ, Borgarnesi og Akureyri. Í byrjun ágúst bætist við ný Nettó-verslun á Grandanum við Gömlu höfnina í Reykjavík. Endurbótunum á frystum verður lokið í öllum ellefu verslunum Nettó um allt land á næstu 12 til 18 mánuðum.

Það er mat forráðamann Nettó, eftir að hafa fylgst með mælingum í lokuðum frystum undanfarið, að gæði frosinna matvæla hafi aukist mikið vegna þess að kæling er bæði meiri og stöðugri en í opnum frystum. Endurbæturnar leiða einnig til þess að minna verður fargað af skemmdum frystivörum sem er jákvætt umhverfisvænt skref í meðhöndlun frystivara hjá Nettó. Umhverfisvæn LED lýsing er í lokum frystana sem eykur sýnileika matvaranna og auðveldar val neytenda á frystivörum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024