Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Frumsýningargestir dilluðu sér á blikinu
Föstudagur 31. ágúst 2018 kl. 10:15

Frumsýningargestir dilluðu sér á blikinu

- diskósmellir og nostalgía

Með diskóblik í auga bauð upp á kraftmikla diskósýningu í Andrews Theatre á frumsýningu í gærkveldi en uppselt var á tónleikana.

Fram komu söngvararnir Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Pétur Örn og Valdimar ásamt stórhljómsveit Arnórs B. Vilbergssonar en kynnir var að venju Kristján Jóhannsson.

Public deli
Public deli

Hver diskósmellurinn á fætur öðrum fékk að hljóma og má þar nefna Le freak, Billi Jean, Up side down og vinsælu Abba lögin þar sem Valdimar heillaði tónleikagesti upp úr skónum í nýrri útfærslu á laginu The winner takes it all.

Það var létt yfir frumsýningagestum enda ljósanæturhátíðin að hefjast en þeir sem misstu af frumsýningu geta enn keypt miða á sýningar á sunnudeginum kl. 16 og 20. Miðasala er á midi.is.

Kristján Jóhannsson kynnir afslappaður baksviðs rétt fyrir frumsýningu.

Frumsýningargestir streyma að og tilhlökkunin leynir sér ekki.

Stund milli stríða baksviðs í Andrews Theater, Valdimar ásamt hljómsveitarmeðlimum Sólmundi bassaleikara og Þorvaldi slagverksleikara.

Foreldrar tónlistarstjóra sýningarinnar Vilberg og Guðlaug Skúladóttir.

Svanhildur Eiríksdóttir, eiginkona kynnnisins ásamt dætrum sínum Sölku, Ingu Jódísi og Hildigunni Eir.

Þessar komu með frumsýningardrykk á sýninguna sem var í takt við þema kvöldsins.

Ein sterkasta söngkona okkar Íslendinga, Jóhanna Guðrún.

Valdimar heillaði tónleikagesti með flutningi sínum á Abba slagaranum The winner takes it all.

Stefanía Svavarsdóttir var kraftmikil á sviðinu.