Frumkvöðull hættir eftir 23 ára starf
Svanhvít Guðmundsdóttir, eða Svana, lét af störfum á dögunum eftir farsælt 23 ára starf sem skólaritari í Njarðvíkurskóla. Var haldið kveðjuhóf fyrir Svönu þar sem Árni Sigfússon bæjarstjóri þakkaði henni fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa öll þessi ár.
Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla ásamt samstarfsfólki þakkaði Svönu einnig samstarfið en hún var m.a. frumkvöðull í notkun á Mentor í grunnskólum á landsvísu. Einnig var boðið uppá veitingar að hætti hússins.